
Viðmiðunarverð 5. júní 2018 |
![]() |
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. júní 2018, var ákveðið að viðmiðunarverð skv. kjarasamningum yrði óbreytt miðað við ákvörðun frá 7. maí 2018.
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
Nýtt viðmiðunarverð 7. maí 2018 |
![]() |
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 7. maí 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur lækkar um -5,3%
Óslægður þorskur lækkar um -7,1%
Slægð ýsa helst óbreytt
Óslægð ýsa hækkar um 3,2%
Karfi helst óbreyttur
Ufsi lækkar um -1,5%
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 7. maí 2018.
Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.
Nýtt viðmiðunarverð 5. apríl 2018 |
![]() |
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. apríl 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur lækkar um -3,4%
Óslægður þorskur lækkar um -5,4%
Slægð ýsa lækkar um -4,6%
Óslægð ýsa lækkar um -2,2%
Karfi lækkar um -6%
Ufsi helst óbreyttur
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 5. apríl 2018.
Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.
Print | |
Nýtt viðmiðunarverð 5. mars 2018 |
![]() |
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. mars 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur lækkar um -2,7%
Óslægður þorskur lækkar um -3,6%
Slægð ýsa lækkar um -2,1%
Óslægð ýsa lækkar um -4,6%
Karfi lækkar um -4,5%
Ufsi hækkar um 1,5%
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 5. mars 2018.
Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.
Nýtt viðmiðunarverð 5. febrúar 2018 |
![]() |
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. febrúar 2018, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur hækkar um 2,1%
Óslægður þorskur lækkar um -3,5%
Slægð ýsa lækkar um -0,9%
Óslægð ýsa hækkar um 1,3%
Karfi hækkar um 3%
Ufsi helst óbreyttur
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 5. febrúar 2018.
Breyting þessi er gerð með tilvísun í 1. gr. l. nr. 13/1998.
____________________________________________________________________________________
Afgreiðslutími mánudaga-fimmtudaga
kl. 9:00 - 15:00
Föstudaga kl. 9:00 - 14:00
Millifærslur óheimilar án fiskverðssamninga
Að gefnu tilefni skal bent á að skv. 4. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skipaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, er útgerð skylt að senda Verðlagsstofu án tafar alla samninga um fiskverð sem gerðir eru milli útgerðar og áhafnar eins og kjarasamningar segja til um að skuli gera.
Í 6. gr. sömu laga er tekið fram að Verðlagsstofa skuli að beiðni Fiskistofu og í tilefni af framsali aflamarks skv. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, staðfesta að fyrir liggi samningur á milli útgerðar og áhafnar um fiskverð til uppgjörs.
Flutningur aflamarks á skip er því ekki heimill nema fyrir liggi hjá Verðlagsstofu fiskverðssamningur á milli áhafnar og útgerðar eða yfirlýsing um að ekki sé greiddur aflahlutur til annarra sjómanna en eiganda/eigenda (einn á báti). Eyðublöð þess efnis má finna hér efst á síðunni, undir liðnum Eyðublöð.
_______________________________________
Til sjómanna og útvegsmanna v/ byggðakvóta
Til þess að útgerð geti flutt aflamark á skip verður að liggja fyrir fiskverðssamningur á milli útgerðar og áhafnar, um ráðstöfun afla, sem samþykktur hefur verið af Verðlagsstofu. Verð á þorski, ýsu, karfa og ufsa í beinum viðskiptum á milli skyldra eða óskyldra aðila skal aldrei vera lægra en viðmiðunarverð á þessum tegundum er hverju sinni.
Nokkuð hefur borið á því að útgerðir sem hafa fengið byggðakvóta og landa afla í heimabyggð telja sig geta samið við sjómenn um verð sem er talsvert undir viðmiðunarverði.
Skv. 7. gr. reglugerðar nr. 605/2015, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016, er slíkt ekki leyfilegt.
Af þessu tilefni vill Verðlagsstofa benda útgerðum og sjómönnum á að Verðlagsstofa getur ekki samþykkt slíka fiskverðssamninga á milli útgerða og áhafna. Það er með öðrum orðum óheimilt að gera slíka samninga.
____________________________________
Afgreiðslutími:
mánudaga-fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00
föstudaga kl. 9:00 - 14:00