Úrskurður nr. U06/2003 |
![]() |
Úrskurður nr. U06/2003
Ár 2003, miðvikudaginn 3. september, er haldinn fundur í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna að Borgartúni 18. Mættir eru: Árni Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands Friðrik J. Arngrímsson og Sveinn H. Hjartarson frá Landsambandi ísl. útvegsmanna, Helgi Laxdal, frá Vélstjórafélagi Íslands, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands auk oddamanns Valtýs Sigurðssonar, sem varaformanns nefndarinnar. Fyrir er tekið mál nr. U-6/2003 Landsamband ísl. útvegsmanna (LÍÚ) f.h. Haraldar Böðvarssonar hf. gegn Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands vegna áhafna Sturlaugs H. Böðvarssonar AK-10 og Haraldar Böðvarssonar AK-12 Í málinu var kveðinn upp svohljóðandi Ú R S K U R Ð U R I. Málsmeðferð nefndarinnar Sóknaraðili skilaði greinargerð dagsettri 13. ágúst sl. og greinargerð varnaraðila, Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands er dagsett 21. ágústs. sl. Sóknaraðili hefur ekki séð ástæðu til að koma að skriflegum athugasemdum við greinargerð varnaraðila. Á fundi nefndarinnar í dag ásamt oddamanni voru gögn málsins lögð fram. Þá tjáðu aðilar sig um fram komnar kröfur og færðu fram rök fyrir þeim. Málið var að því búnu lagt í úrskurð. II. Kröfur sóknaraðila og sjónarmið Annar afli, þ.m.t. undirmálsþorskur og hrogn skal seldur á fiskmarkaði eða vera 100% markaðstengdur kjósi útgerðin að vinna aflann í eigin fiskvinnsluhúsum. Þorskverð: Fyrir 3 kg fisk og stærri, greiðist 127,4 kr/kg og að auki 0,95 kr fyrir hver 100 g sem fiskurinn fer yfir 3 kg. Tafla 1. Verð á þorski frá 1,0 til 3,9 kg.
Reikniformúlur fyrir þorskverð: V = gv1 + (þs1 x (þ - 1) x 10) Formúla fyrir verðútreikning þorsks yfir 3,0 kg V = gv2 + (þs2 x (þ - 1) x 10) V = Verð í kr/kg. Ýsuverð Fyrir undirmál, þ.e. ýsa undir 0,80 kg greiðast 37,64 kr/kg. Fyrir 1,5 kg ýsu greiðist 55,80 kr/kg, fyrir hver 100 g sem þyngdin lækkar, lækkar verð um 2,96 kr/kg. Fyrir hver 100 g sem þyngdin hækkar umfram 1,5 kg., hækkar verðið um 1,21, kr. kg. Tafla 2. Verð á ýsu frá 0,5 til 3,7 kg.
Formúla fyrir verðútreikning ýsu frá 0,8 til1,5 kg. Formúla fyrir verðútreikning ýsu yfir 1,5 kg. Ufsaverð: Karfaverð:
Tegundir og ráðstöfun: Flokkun: Gæðamat / gæðaálag: Markmið krafna sóknaraðila sé að tryggja hámarksgæði hráefnis og koma þannig í veg fyrir verðmætasóun en nauðsynlegt sé að allir leggist á eitt til þess að tryggja bætta meðferð afla. Breytingar á fiskverði Gildistími og uppsögn: 2. Rökstuðningur. Verðlagsstofa hefur útfært fiskverð í beinum viðskiptum í samræmi við ákvæði gerðardómsins og hefur það verið lagt til grundvallar í samningum milli útgerða og áhafna íslenskra fiskiskipa. Nú liggur fyrir að verð á slægðum þorski, slægðri ýsu og karfa er hærra en forsendur eru fyrir samkvæmt þeim markmiðum sem skilgreind eru í úrskurði gerðardómsins og samningi LÍÚ og VSFÍ eins og glögglega kemur fram í meðfylgjandi gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs. Þrátt fyrir þetta er í máli þessu ekki gerð krafa um lækkun á verði á þorski þar sem nokkur óvissa er um þróun mála og Verðlagsstofa skiptaverðs er að endurmeta stöðuna hvað þorskinn varðar. Krafa fulltrúa útvegsmanna er að verð á slægðri ýsu lækki um 40% og verð á karfa lækki um 20%. 2.2. Ufsi III. Kröfur varnaraðila og sjónarmið. 2. Kröfugerð varnaraðila.
Að öðru leyti krefst varnaraðili þess að síðast gildandi fiskverðssamningur verði framlengdur óbreyttur. 3. Rökstuðningur fyrir kröfugerðinni. Samkvæmt úrskurði gerðardóms skv. lögum nr. 34/2001, um kjaramál sjómanna, segir að á gildistíma úrskurðarins skuli verð á þorski, ýsu og karfa í beinum viðskiptum nálgast vegið meðaltal markaðar og beinnar sölu þannig að hlutfall verðs í beinni sölu af vegnu meðalverði markaða og beinnar sölu verði ekki lægra en þau hlutföll sem skilgreind eru í úrskurðinum. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 13/1998 ber úrskurðarnefnd m.a. að taka tillit til líklegrar þróunar afurðarverðs við ákvörðun fiskverðs. Verð á undirmálsþorski Verð á ýsu. Verð á ufsa. Verð á karfa Annað IV. Forsendur og niðurstaða. A Rétt þykir að fjalla sérstaklega um frávísunarkröfu varnaraðila varðandi verðlagningu á ýsu, ufsa og karfa. Er hún á því reist að krafa sóknaraðila varðandi verðlagningu þessara fisktegunda sé ekki í neinu samræmi við samtöl og tilboð sem farið höfðu á milli útgerðar og áhafna skipanna. Fiskverðssamningar milli áhafna Sturlaugs H. Böðvarssonar AK-10 og Haraldar Böðvarssonar AK-12 annars vegar og útgerðar skipanna hins vegar eru dagsettir 20. maí 2003. Með símsbréfum dagsettum 2. júní sl. sagði útgerðin samningunum upp með mánaðar fyrirvara í samræmi við ákvæði samninganna. Í tilboði um fiskverðssamkomulag milli aðila, dags. 24. júní sl., kom fram að helstu breytingar frá fyrri samningum væru að þeir tækju beint til verðs á ýsu og undirmálsþorski. Þá hefði verð á öðrum fisktegundum verið breytt í samræmi við ákvarðanir Verðlagsstofu skiptaverðs frá 27. maí sl. Í þeim samningaviðræðum sem í hönd fóru milli útgerðar og áhafna kom fram það sjónarmið útgerðarinnar að þróun, sem verið hafi í sölu og verði afurða til lækkunar fiskverðs, hafi haldið áfram. Síðan segir í símbréfum til áhafna: „Þetta hefur komið áður fram og ef viðræður okkar leiða ekki til niðurstöðu þá munum við vísa málinu til úrskurðar hjá úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og gera ýtrustu kröfur um verð einstakra tegunda. " Samkvæmt 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs með síðari breytingum geta hagsmunasamtök beggja aðila skotið máli til úrlausnar úrskurðarnefndarinnar um ákvörðun fiskverðs takist ekki samningar um það milli útgerðar og áhafnar skips. Ekki eru lagaskilyrði fyrir hendi til að vísa kröfu sóknaraðila frá nefndinni eða telja hana ómarktæka á þeim forsendum að hún sé ekki í samræmi við tilboð útgerðarinnar varðandi einstaka fisktegundir við endurnýjun fiskverðssamnings sem áhöfn hafnaði. Er því sú krafa varnaraðila ekki tekin til greina. B Sóknaraðili hefur krafist verðlagningar á undirmálsþorski þ. e. þorski undir 1 kg. auk allrar ýsu en þessi fiskur var seldur á markaði samkvæmt síðasta fiskverðssamningi aðila. Gerir varnaraðili kröfu til að svo verði áfram enda sé sú ráðstöfun afla í samræmi við kjarasamning og úrskurð gerðardóms skv. lögum nr. 34/2001. Í 8. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna segir: „Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur það hlutverk að ákveða fiskverð sem nota skal við uppgjör á aflahlut áhafnar einstakra skipa svo sem nánar er kveðið á um í þessum kafla." Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna skal úrskurðarnefnd ákvarða fiskverð til uppgjörs á aflahlut sjómanna í þeim tilvikum sem til hennar er skotið skv. 9. grein. Í athugasemdum við lagafrumvarp það sem varð að lögum 13/1998 segir, að úrskurðarnefnd hafi verið komið á fót til að fjalla um þau tilvik þegar ekki næst samkomulag um fiskverð milli áhafnar og útgerðar. Þá kemur fram að ekki þótti fært að leiða í lög almenn ákvæði um opinbera ákvörðun fiskverðs heldur sé verið að treysta grundvöll áhafnabundinna fiskverðssamninga þannig að komist verði hjá því að sjómenn þurfi að þola óeðlileg frávik frá því fiskverði sem venjulegt er vegna þess að fiskvinnsla er í eigu sömu aðila og útgerð eða af öðrum ástæðum. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 34/2001 um kjaramál fiskimanna og fleira, var sérstökum gerðardómi falið að ákveða kjaramál fiskimanna í þeim samtökum sem nefnd voru í 1. gr. laganna. Meðal atriða er gerðardómurinn skyldi ákveða voru að: "atriði er tengjast markmiðum varðandi verð til viðmiðunar í hlutaskiptum á þorski, ýsu og karfa í beinum viðskiptum skyldra aðila." Með lögunum var jafnframt aukið við 1. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna sem varð 2. mgr. 1. gr. og er svohljóðandi: ,,Hafi samtök útvegsmanna og sjómanna gert með sér samkomulag um tiltekin markmið um viðmið varðandi verðlagningu á fiski við uppgjör á aflahlut sjómanna á gildistíma kjarasamnings eða ákvarðanir um slíkt hafa verið teknar með öðrum skuldbindandi hætti skulu Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sbr. II. kafla, stuðla að því með störfum sínum að þau markmið nái fram að ganga." Sóknaraðili vísar í þessi sjónarmið til stuðnings kröfum sínum í málinu. Í niðurstöðu gerðardómsins frá 30. júní 2001 voru sett fram ákveðin markmið um verðlagningu á þorski, ýsu og karfa, slægðum og óslægðum í samræmi við umsamin markmið í kjarasamningi Vélstjórafélag Íslands og LÍÚ frá 9. maí 2001. Þar er markmiðum nánar lýst og útlistað hvernig haga skuli útreikningi svo að þeim verði náð. Í gerðardómnum er mælt svo fyrir að markmiðum skuli náð fyrir 1. júní 2002. Er Verðlagsstofu skiptaverðs falið að annast alla nánari útreikninga og framsetningu og skera úr hugsanlegum ágreiningi sem upp kunni að koma um túlkun á efnisatriðum. Þá er kveðið á um að Landssamband íslenskra útvegsmanna skuli með þátttöku sinni í úrskurðarnefnd, skv. lögum nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs o. fl. beita sér fyrir því, ef á þurfi að halda, að markmiðin náist. Með setningu 2. mgr. 1. laga nr.13/1998 var 11. gr. sömu laga ekki felld út gildi en þar er kveðið á um hin almennu atriði sem úrskurðarnefnd ber að leggja til grundvallar við ákvörðun sína um fiskverð. Með setningu hinnar nýju málsgreinar hefur löggjafinn því bætt við atriði sem hafa ber til hliðsjónar við verðákvörðun nefndarinnar. Þannig verður nefndin, jafnframt því að stuðla að því með störfum sínum að markmið gerðardómsins nái fram að ganga að líta til hinna almennu atriða 11. gr. að því marki sem það á við. Úrskurðarnefnd hefur ítrekað í úrskurðum sínum túlkað ákvæði 11. gr. þannig að ekki verður nánar um hana fjallað hér. Hins vegar ber sérstaklega til þess að líta að með lögum 34/2001 var gerðardómi falið að ákveða kjaramál sjómanna með þeim hætti að ákveða markmið varðandi verð til viðmiðunar í hlutaskiptum ákveðinna fisktegunda í beinum viðskiptum skyldra aðila. Úrskurðarnefnd hefur áður svo sem í U- 6/1998 og U 2/2003 komist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé að finna beina lagaheimild til handa úrskurðarnefnd til að kveða efnislega á um það hvort afli skuli seldur á fiskmarkaði eða ekki. Þar sem samningar milli útgerðar og áhafna fiskiskipa, sem nota skuli við uppgjör á aflahlut í viðskiptum við skylda aðila séu frjálsir, geti aðilar því samið um markaðstengingu afla eða hluta hans enda hefur það verið gert. Í slíku tilviki hefur slíkt samkomulag orðið hluti úrskurðar. Verður því nú tekin afstaða til krafna aðila um verð þeirra fisktegunda sem um er deilt í málinu. C Þorskur Karfi Mál þetta hefur dregist nokkuð í meðförum nefndarinnar af óviðráðanlegum ástæðum. Að teknu tilliti til þess þykir rétt að verð á karfa lækki um 16% þó þannig að verðið lækki um 6% frá 29. júlí sl. til 25. ágúst sl. en síðan um 10% til viðbótar á viðmiðunaraverði, útgefnu af Verðlagsstofu, út gildistíma úrskurðarins eins og í úrskurðarorði greinir. Ákvörðun þessi er tekin af oddamanni og fulltrúum varnaraðila. Ýsa Ufsi Sé hins vegar litið til meðalverðs þá hefur það ekki lækkað nema um 2 kr/kg. frá sama tíma. Þykir mega fallast á að verð á ufsa yfir 4 kg verði 55 kr/kg. en á ufsa undir 4 kg verði 45 kr/kg. Ákvörðun þessi er tekin af oddamanni og fulltrúum sóknaraðila. Breytingar og gildistími Samningar milli útgerðar og áhafna fiskiskipa, sem nota skal við uppgjör á aflahlut í viðskiptum við skylda aðila, eru frjálsir. Aðilar geta því og hafa samið um gildistíma og breytingar á fisverði einstakra tegunda á gildistímanum. Ákvörðun úrskurðarnefndar um fiskverð er aftur á móti bindandi fyrir málsaðila á gildistíma hennar og skal hún lögð til grundvallar fyrir dómi, nema svo sé ástatt sem um er rætt í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 3/1989 um samningsbundna gerðardóma, sbr. 15. gr. laga nr. 13/1998. Ber því að hafna þessum kröfum sóknaraðila. Úrskurður þessi skal gilda frá 29. júlí til 30. september 2003. Úrskurðarorð: Sóknaraðili, Haraldur Böðvarssonar hf. skal við uppgjör til varnaraðila áhafna Sturlaugs H. Böðvarssonar AK-10 og Haraldar Böðvarssonar AK-12 miða við eftirfarandi verð: Þorskur
Karfi Frá 29. júlí til 25. ágúst 2003
Frá 26. ágúst til 30. sept. 2003
Ýsa Frá 29. júlí til 25. ágúst 2003
Frá 26. ágúst til 30. sept. 2003
Ufsi Úrskurður þessi skal gilda frá 29.07.2003 til 30.09. 2003. Valtýr Sigurðsson Fulltrúar farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands óska bókað að þeir fallist ekki á túlkun úrskurðarnefndar í IV kafla lið A og B. |