Print

Í kjarasamningi milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka atvinnulífsins og Sjómannasambands Íslands frá 18. febrúar 2017 segir eftirfarandi í grein 1.28.4 um markmið um fiskverð.

Miða skal við það markmið að fiskverð miðist að jafnaði við 80% af vegnu meðalverði á grundvelli magns síðastliðinna þriggja mánaða á innlendum fiskmarkaði, að frádregnum 5% kostnaði (skilaverð markaðar). Við útreikning á skilaverði markaðar skal að hámarki reikna 3% undirmálsþorsk í meðalverð hvers mánaðar. (Hér er átt við slægðan þorsk. Úrskurðarnefnd skal vinna að sambærilegri nálgun fyrir óslægðan þorsk, slægða og óslægða ýsu og karfa).

Verðlagsstofa skiptaverðs skal setja fram lýsingu á sambandi milli þyngdar á fiski og verðs á hvert kíló. Í þessu sambandi skal Verðlagsstofa setja fram lýsingu á a.m.k. slægðum og óslægðum þorski, slægðri og óslægðri ýsu og karfa. Skal þetta samband þyngdar og verðs haft til hliðsjónar til að ná þeim samningsmarkmiðum sem lýst er hér á eftir.

Verð á ufsa skal taka breytingum í samræmi við breytingar á afurðaverði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands

Verðlagsstofa skiptaverðs annast alla nánari útreikninga og framsetningu og sker úr hugsanlegum ágreiningi sem upp kann að koma um túlkun á efnisatriðum.

Úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna skal taka ákvarðanir byggðar á nýrri aðferð frá og með 1. maí 2017 vegna slægðs þorsks og síðan óslægðan þorsk, slægða og óslægða ýsu og karfa fyrir 1. júlí 2017 eða fyrr.

Go up