| Print |

Í kjarasamningi milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands frá 1. janúar 2009 segir í grein 1.28.4 um markmið um fiskverð að:

Miða skal við það markmið á gildistíma samningsins að meðalverð á neðangreindum tegundum í beinum viðskiptum nálgist vegið meðaltal markaðar og beinnar sölu þannig að hlutfall verðs í beinni sölu, af vegnu meðalverði í beinni sölu og vegnu meðalverði á markaði, verði ekki lægra á viðmiðunartímanum en þau hlutföll sem skilgreind eru hér að neðan. Verðlagsstofa skiptaverðs skal setja fram lýsingu á sambandi milli þyngdar á fiski og verðs á hvert kíló. Í þessu sambandi skal Verðlagsstofa setja fram lýsingu á a.m.k. slægðum og óslægðum þorski, slægðri og óslægðri ýsu og karfa. Skal þetta samband þyngdar og verðs haft til hliðsnar til að ná þeim samningsmarkmiðum sem lýst er hér á eftir. Skal vegið meðalverð í beinum viðskiptum á undangengnu 12 mánaða tímabili, sem hlutfall af vegnu meðalverði í beinum viðskiptum og verði á innlendu fiskmörkuðunum að frádregnum 5% sölukostnaði ekki vera lægra en að neðan greinir fyrir eftirtaldar fisktegundir:

 

  • Þorskur slægður: 95,4%
  • Þorskur óslægður: 94,4%
  • Ýsa slægð: 84%
  • Ýsa óslægð: 86,1%
  • Karfi óslægður: 96,4%

 

Við útreikning skal nota vægi þess magns, sem annars vegar var selt í beinum viðskiptum og hins vegar á innlendum fiskmörkuðunum á undangengnu 12 mánaða tímabili.

 

Aukist hlutfall þess magns sem selt er á innlendu fiskmörkuðum á síðasta 12 mánaða tímabili um meira en 5 prósentustig frá árinu 2000 skal vegið meðalverð í beinum viðskipum og á fiskmörkuðunum reiknað út frá fastri vog sem er 5 prósentustigum hærri en hlutfall þess magns sem selt var á innlendu fiskmörkuðunum á árinu 2000. Minnki hlutfall þess sem selt er á fiskmörkuðunum á síðasta 12 mánaða tímabili um meira en 3 prósentustig frá árinu 2000 skal vegið meðalverð í beinum viðskiptum og á fiskmörkuðunum reiknað út frá fastri vog sem er 3 prósentustigum lægri en hlutfall þess magns sem selt var á innlendu fiskmörkuðunum á árinu 2000.

Verðlagsstofa skiptaverðs annast alla nánari útreikninga og framsetningu og sker úr hugsanlegum ágreiningi sem upp kann að koma um túlkun á efnisatriðum.

Landssamband íslenska útvegsmanna skal með þátttöku sinni í úrskurðarnefnd skv. lögum nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs o.fl. beita sér fyrir því, ef á þarf að halda, að ofangreind markmið náist.

 

Go up